Erlent

Líkams­leifar týnds manns fundust í há­karli

Máni Snær Þorláksson skrifar
Líkamsleifarnar fundust í hákarli sem þessum, gráháfi (e. school shark)
Líkamsleifarnar fundust í hákarli sem þessum, gráháfi (e. school shark) Getty/Michael Zeigler

Diego Barria, 32 ára gamall þriggja barna faðir, týndist fyrir rúmri viku í suðurhluta Argentínu. Líkamsleifar sem fundust í maga hákarls um helgina eru taldar tilheyra honum.

Síðast sást til Barria þann 18. febrúar síðastliðinn er hann keyrði á fjórhjóli í nágrenni við strönd í Chubut-héraði í Argentínu. Tveimur dögum eftir að hann týndist fannst fjórhjólið hans skemmt á ströndinni.

Snemma síðastliðinn sunnudag veiddu tveir veiðimenn þrjá hákarla í nágrenni við síðustu þekktu staðsetningu Barria. Þegar þeir voru að gera að hákörlunum fundu þeir líkamsleifar í einum þeirra. Veiðimennirnir höfðu samband við lögregluna í kjölfarið.

Fjölskylda Barria var fengin til að bera kennsl á líkamsleifarnar. Fjölskyldan telur að um Barria sé að ræða vegna húðflúrs sem þau sáu á líkamsleifunum. Notast verður þó við DNA próf til að fá það á hreint að líkamsleifarnar tilheyri Barria.

Samkvæmt Sky News verður málið áfram rannsakað þar sem ekki er ennþá skýrt hvað nákvæmlega gerðist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×