Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 08:18 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill eiga orð í eyra Xi Jinpings, forseta Kína, vegna friðaráætlunar Kínverja. Vísir/EPA Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn. Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum í gær. Í plagginu tóku Kínverjar að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa, þar á meðal að það hafi verið vestrænum ríkjum að kenna að Vladímír Pútín Rússlandsforseti réðst inn í Úkraínu. Leggja Kínverjar til að refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar verði felldar niður. Ekki stendur þó skýrum stöfum þar að Rússar verði að draga herlið sitt til baka. Selenskíj var spurður út í tillögur Kínverja á blaðamannafundi í tilefni af því að ár var í gær liðið frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu. Hann sagði að áætlunin benti til þess að kínversk stjórnvöld tækju nú þátt í friðarumleitunum. „Ég vil virkilega trúa því að Kína ætli ekki að sjá Rússlandi fyrir vopnum,“ sagði úkraínski forsetinn. Kommúnistastjórnin í Kína hefur enn ekki svarað kröfu Selenskíj um fund með Xi forseta opinberlega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkjastjórn segist hafa njósnir um að kínversk stjórnvöld íhugi nú að veita Rússum hernaðaraðstoð. Fram að þessu hafa þau látið sér nægja að styðja stríðreksturinn óbeint með annars konar aðstoð. Kínversk stjórnvöld hafa kallað þær ásakanir „rógburð“. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf lítið fyrir meintar friðarumleitanir Kínverja þegar hann var spurður út í þær í gær. „Pútín fagnar þeim, þannig að hvernig gæti verið nokkuð varið í þær? Ég hef ekki séð neitt í áætluninni sem benti til þess að nokkur annar en Rússland hagnaðist á henni,“ sagði bandaríski forsetinn.
Kína Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54