Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 20:16 Móðirin kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira