„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Arnar Gunnlaugsson Vísir/Sigurjón Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku. Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira