Erlent

John­son vill riddara­tign fyrir pabba

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Johnson feðgar fagna útgáfu bókar Boris um Churchill.
Johnson feðgar fagna útgáfu bókar Boris um Churchill. Getty/David M. Benett

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur skilað inn heiðurslista sínum þar sem hann óskar þess meðal annars að faðir hans, Stanley Johnson, fái riddaratign.

Samkvæmt Times telur heiðurslisti Johnson um það bil hundrað nöfn og ku vera mun lengri en listarnir sem Theresa May og David Cameron lögðu fram þegar þau létu af embætti.

Verið er að yfirfara listann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Johnson hefur vakið athygli og gagnrýni vegna frændhygli en árið 2020 beitti hann sér fyrir því að bróðir hans, Jo Johnson, yrði aðlaður.

Stanley Jonson, sem er fyrrverandi Evrópuþingmaður, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á flokksþingum Íhaldsflokksins, af þingmanni flokksins og blaðamanni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×