Sex látin í árásum Rússa í Kherson Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2023 06:37 Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti segir ljóst að árásir Rússa í Kherson hafi engan hernaðarlegan tilgang heldur væri sá að skapa ótta meðal íbúa. AP Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19