George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 10:32 George Santos segist sjá mest eftir því að hafa logið til um námsferil sinn. EPA/Michael Reynolds Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. Fjallað hefur verið ítarlega hér á Vísi um lygar bandaríska þingmannsins George Santos. Hann situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki og tók sæti þar nú um áramótin. Meðal þess sem hann hefur logið til um er ferilskrá hans, námsferill hans, uppruni hans og dauðdagi móður hans. Hann er grunaður um að hafa brotið kosningalög með því að fela uppruna fjármuna í kosningasjóð sínum og þá er hann til rannsóknar í Brasilíu vegna fjársvikamáls. Santos var gestur Piers Morgan í þætti þess síðarnefnda, Piers Morgan Uncensored, í gær. Þar ræddu þeir lygar þingmannsins og gaf hann smá innsýn í hvers vegna hann laug svo mikið. Hann segist ekki hafa logið til þess að gabba kjósendur í New York heldur hafi hann viljað ganga í augun á stórum nöfnum innan flokksins. Hann hafi sagt hlutina undir pressu. Hans stærsta eftirsjá er að hafa logið til um háskólamenntun sína. Hann hefur sagst hafa útskrifast úr Baruch-háskólanum í New York en á sama tíma og hann átti að hafa verið í námi þar var hann sakaður um að hafa stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Santos viðurkenndi þjófnaðinn og sagðist hafa notað heftið til þess að kaupa sér hluti eins og skó. „Ég ákvað að mig langaði að fara í framboð og þrátt fyrir að ég væri með ágætis starfsferil að baki þá var ég ekki með þennan hluta,“ sagði Santos í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Santos bauð sig einnig fram til þingsins árið 2020 en tapaði kosningunni þá. Þá laug hann einnig til um margt á ferilskrá sinni og sagði í þættinum að hann hafi komist upp með það þá. Hann hefur áður haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið vegna árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar lést móðir hans ekki fyrr en árið 2016. Hún lést úr krabbameini og vill Santos meina að eiturefni vegna árásarinnar hafi gert hana veika. Þannig hafi hann ekki verið að ljúga þegar hann sagði að hún hafi látist vegna árásarinnar. Morgan bað Santos um að viðurkenna að hann væri hræðilegur lygari sem þingmaðurinn gerði. „Ég hef verið hræðilegur lygari þegar kemur að þessum málum,“ sagði Santos. Beðinn um afsökunarbeiðni sagðist Santos áður hafa horft í myndavél og beðist afsökunar. „Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið, að biðjast fyrirgefningar,“ sagði Santos. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Fjallað hefur verið ítarlega hér á Vísi um lygar bandaríska þingmannsins George Santos. Hann situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki og tók sæti þar nú um áramótin. Meðal þess sem hann hefur logið til um er ferilskrá hans, námsferill hans, uppruni hans og dauðdagi móður hans. Hann er grunaður um að hafa brotið kosningalög með því að fela uppruna fjármuna í kosningasjóð sínum og þá er hann til rannsóknar í Brasilíu vegna fjársvikamáls. Santos var gestur Piers Morgan í þætti þess síðarnefnda, Piers Morgan Uncensored, í gær. Þar ræddu þeir lygar þingmannsins og gaf hann smá innsýn í hvers vegna hann laug svo mikið. Hann segist ekki hafa logið til þess að gabba kjósendur í New York heldur hafi hann viljað ganga í augun á stórum nöfnum innan flokksins. Hann hafi sagt hlutina undir pressu. Hans stærsta eftirsjá er að hafa logið til um háskólamenntun sína. Hann hefur sagst hafa útskrifast úr Baruch-háskólanum í New York en á sama tíma og hann átti að hafa verið í námi þar var hann sakaður um að hafa stolið ávísanahefti af gömlum manni í Brasilíu. Santos viðurkenndi þjófnaðinn og sagðist hafa notað heftið til þess að kaupa sér hluti eins og skó. „Ég ákvað að mig langaði að fara í framboð og þrátt fyrir að ég væri með ágætis starfsferil að baki þá var ég ekki með þennan hluta,“ sagði Santos í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Santos bauð sig einnig fram til þingsins árið 2020 en tapaði kosningunni þá. Þá laug hann einnig til um margt á ferilskrá sinni og sagði í þættinum að hann hafi komist upp með það þá. Hann hefur áður haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið vegna árásarinnar á Tvíburaturnana árið 2001. Hins vegar lést móðir hans ekki fyrr en árið 2016. Hún lést úr krabbameini og vill Santos meina að eiturefni vegna árásarinnar hafi gert hana veika. Þannig hafi hann ekki verið að ljúga þegar hann sagði að hún hafi látist vegna árásarinnar. Morgan bað Santos um að viðurkenna að hann væri hræðilegur lygari sem þingmaðurinn gerði. „Ég hef verið hræðilegur lygari þegar kemur að þessum málum,“ sagði Santos. Beðinn um afsökunarbeiðni sagðist Santos áður hafa horft í myndavél og beðist afsökunar. „Ég held að það hljóti að vera fyrsta skrefið, að biðjast fyrirgefningar,“ sagði Santos.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10
Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12. janúar 2023 23:50
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51