Saka Rússa um glæpi gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 18:51 Frá jarðarför úkraínsks sjálfboðaliða sem féll í átökum við Rússa. AP/Emilio Morenatti Yfirvöld í Bandaríkjunum segja hersveitir Rússa hafa framið glæpi gegn mannkyninu í Úkraína. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, opinberaði þetta í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og sagði nauðsynlegt að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir glæpina. „Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Hersveitir Rússa hafa markvisst og með kerfisbundnum hætti gert árásir á óbreytta borgara. Grimmileg morð, pyntingar, nauðganir og brottflutningur,“ sagði Harris. Hún nefndi einnig að borgarar hefðu verið teknir af lífi. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar lýstu yfirvöld Bandaríkjanna því yfir í mars að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og að Bandaríkin myndu aðstoða við rannsókn þeirra glæpa. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig sakað Rússa um stríðsglæpi og sent rannsakendur til Úkraínu Sjá einnig: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Ásökun um glæpi gegn mannkyninu er alvarlegri en munurinn felst í því að árásir á óbreytta borgara séu ítrekaðar og kerfisbundnar. „Yfirvöld í Rússlandi hafa þvingað hundruð þúsundir manna frá Úkraínu til Rússlands, þar á meðal börn,“ sagði Harris. „Þeir hafa á grimmilegan hátt aðskilið börn frá foreldrum þeirra.“ Sjá einnig: Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Máli sínu til stuðnings vísaði Harris til árásarinnar á leikhúsið í Maríupól, þar sem talið er að hundruð borgara hafi fallið, og til ódæða rússneskra hermanna í Bucha. „Varðandi aðgerðir Rússa í Úkraínu, höfum við skoðað sönnunargögnin, við þekkjum lagalegu skilyrðin og það er enginn vafi. Þetta eru glæpir gegn mannkyninu,“ sagði Harris. Harris sagði að alræðisstjórnir mættu ekki komast upp með árásir eins og árásir Rússa á Úkraínu og að ef Pútín næði markmiði sínu, myndu sambærilegar ríkisstjórnir mögulega einnig reyna að brjóta gegn alþjóðalögum og viðmiðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann ítrekaði einnig að ódæði Rússa í Úkraínu væru kerfisbundin og að úkraínska þjóðin hefði þjáðst gífurlega vegna yfirvalda Rússlands. Blinken sagði ómögulegt að leyfa mönnum að komast upp með þessa glæpi. Þeir yrðu að vera dregnir til ábyrgðar og það yrði gert, sama hve langan tíma það tekur. Based on the law and available facts, I have determined that members of Russia s forces and other Russian officials have committed crimes against humanity in Ukraine. All those responsible for these atrocities must be held accountable. https://t.co/pzRuXxuCOM— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 18, 2023 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er einnig staddur í München. Hann sagði Rússa stunda þjóðarmorð á Úkraínumönnum því þeir viðurkenndu ekki tilvistarrétt Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43 Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. 17. febrúar 2023 15:43
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Nærri því allur rússneski herinn, eða um 97 prósent hans, er nú í Úkraínu að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Hann segir Rússa hafa orðið fyrir miklu mannfalli og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og leiðtogar hersins áttuðu sig ekki á raunveruleikanum og væri sama um það hve marga menn þeir misstu. 16. febrúar 2023 12:39
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30