Erlent

Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir fimmtán ára gamlir unglingar eru grunaðir um morðið.
Tveir fimmtán ára gamlir unglingar eru grunaðir um morðið. Getty/Christopher Furlong

Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. 

Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum.

Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. 

Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. 

„Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. 

„Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“

Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. 

Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. 

Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×