Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2023 12:50 Björgunarsveitir hafa verið að störfum nánast sleitulaust en vonir um að finna fleiri á lífi eru litlar. AP/Cem Tekkesinoglu Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. Tala látinna eftir skjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir viku, sá stærsti 7,8 að stærð, hefur hækkað stöðugt undanfarna daga en minnst 33 þúsund og allt að 35 þúsund eru nú sagðir látnir. Búist er við að enn fleiri eigi eftir að finnast látnir í rústunum á næstunni. Hundruð þúsunda eru án heimilis og á vergangi eftir skjálftana en margir bíða jafnvel við rústir þar sem ástvinir þeirra sitja fastir. Langflestir þeirra sem hafa látist eru í Tyrklandi en einhverjir eru enn að finnast lifandi í rústunum, þó talsvert færri núna en í upphafi. Thousands who survived earthquakes that struck Turkey and Syria are pondering what comes next. Many have been evacuated from the devastated region. Others are staying by wrecked homes. https://t.co/AcZTq39WMJ— The Associated Press (@AP) February 13, 2023 Í dag náðu björgunarsveitir í Antakya til að mynda að bjarga konu sem hafði setið föst í rústum byggingar í 174 klukkustundir, rúma sjö sólarhringa. Fyrr um daginn hafði tekist að bjarga fertugri konu í Gaziantep héraði og sextugum manni í Adiyaman héraði. Ólíklegt þykir þó að mikið fleiri muni finnast lifandi í framhaldinu. AP fréttaveitan hefur það eftir prófessor sem stóð fyrir rannsókn um dauðsföll eftir jarðskjálfta að líkurnar á því að finna eftirlifendur dvíni talsvert eftir fimm daga og séu nánast engar eftir níu daga. Frost sem er á svæðinu hjálpar ekki til. Gríðarleg eyðilegging blasir þá við og er mikil reiði meðal íbúa sem komust lífs af. Margir kenna gölluðum mannvirkjum um hvernig fór og hafa yfirvöld í Tyrklandi brugðist við. Að minnsta kosti 131 verktaki sætir rannsókn vegna bygginga sem náðu ekki að standast skjálftana, að sögn dómsmálaráðherra Tyrklands. Í Sýrlandi segja yfirvöld alþjóðasamfélagið hafa brugðist og hafa Sameinuðu þjóðirnar viðurkennt að þeim hafi mistekist að hjálpa Sýrlendingum eftir skjálftana. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fundaði með Bashar Assad, forseta Sýrlands, í gær til að ræða þarfir Sýrlands í framhaldinu. Hluti íslenska hópsins enn í Tyrklandi Fjölmörk ríki hafa boðið fram aðstoð sína, styrkt björgunarstarf og sent sjálfboðaliða. Níu manna sérfræðingateymi frá Íslandi fór til Tyrklands í síðustu viku til að stýra aðgerðum alþjóðarústabjörgunarsveita og voru þau stödd í búðum Hollendinga í Antakya fyrstu dagana, að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, samhæfingarstjóra teymisins. „Við erum hér með fólk til þess að vinna, tölvur og lágmarksbúnað, en við erum ekki með búnað til að setja upp heila stjórnstöð. Þannig þegar Hollendingar voru að fara heim þá ætluðum við bara að fara líka og það var ákveðið að Bandaríkjamenn myndu taka við samhæfingastjórnun en svo fóru umræður af stað og við vorum beðin um að koma á vera hérna með Bandaríkjamönnum,“ segir Sólveig. Fjórir úr íslenska hópnum færðu sig yfir í búðir Bandaríkjamanna í Adiyaman í gær. Hinn hluti íslenska hópsins mun fljúga til Sviss í dag en þau koma heim á morgun. Þeir sem eru á heimleið eru þeir sem voru að setja upp búðirnar, verkfræðingar og læknir. Þar sem bandaríski hópurinn er með slíka var ekki þörf á þeim lengur. Íslenska teymið í búðum Bandaríkjamanna í Tyrklandi.Mynd/Landsbjörg Íslendingarnir, ásamt tveimur öðrum úr bandaríska hópnum, stýra nú samhæfingu allar alþjóðlegra rústabjörgunarsveita á skaðasvæðunum í Tyrklandi. Bandaríkin eru með rústabjörgunarsveit á staðnum ásamt fulltrúum USAID. Sólveig gerir ráð fyrir að þau verði ekki lengur en fimm daga til viðbótar. „Við vorum búin að koma á fót hópum sem eru að starfa á tíu mismunandi svæðum og nú erum við byrjuð að loka svæðum. Þannig þetta er að fara niður en þetta er samt ekki alveg búið. Bara fyrir klukkutíma síðan var beiðni um að senda sveitir á ákveðið svæði, þannig þetta er alls ekki búið en þetta er ekki eins og þetta var fyrir nokkrum dögum síðan,“ segir Sólveig. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Björgunarsveitir Tengdar fréttir Óttast að dánartalan tvöfaldist Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 12. febrúar 2023 23:50 Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. 12. febrúar 2023 10:24 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Tala látinna eftir skjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir viku, sá stærsti 7,8 að stærð, hefur hækkað stöðugt undanfarna daga en minnst 33 þúsund og allt að 35 þúsund eru nú sagðir látnir. Búist er við að enn fleiri eigi eftir að finnast látnir í rústunum á næstunni. Hundruð þúsunda eru án heimilis og á vergangi eftir skjálftana en margir bíða jafnvel við rústir þar sem ástvinir þeirra sitja fastir. Langflestir þeirra sem hafa látist eru í Tyrklandi en einhverjir eru enn að finnast lifandi í rústunum, þó talsvert færri núna en í upphafi. Thousands who survived earthquakes that struck Turkey and Syria are pondering what comes next. Many have been evacuated from the devastated region. Others are staying by wrecked homes. https://t.co/AcZTq39WMJ— The Associated Press (@AP) February 13, 2023 Í dag náðu björgunarsveitir í Antakya til að mynda að bjarga konu sem hafði setið föst í rústum byggingar í 174 klukkustundir, rúma sjö sólarhringa. Fyrr um daginn hafði tekist að bjarga fertugri konu í Gaziantep héraði og sextugum manni í Adiyaman héraði. Ólíklegt þykir þó að mikið fleiri muni finnast lifandi í framhaldinu. AP fréttaveitan hefur það eftir prófessor sem stóð fyrir rannsókn um dauðsföll eftir jarðskjálfta að líkurnar á því að finna eftirlifendur dvíni talsvert eftir fimm daga og séu nánast engar eftir níu daga. Frost sem er á svæðinu hjálpar ekki til. Gríðarleg eyðilegging blasir þá við og er mikil reiði meðal íbúa sem komust lífs af. Margir kenna gölluðum mannvirkjum um hvernig fór og hafa yfirvöld í Tyrklandi brugðist við. Að minnsta kosti 131 verktaki sætir rannsókn vegna bygginga sem náðu ekki að standast skjálftana, að sögn dómsmálaráðherra Tyrklands. Í Sýrlandi segja yfirvöld alþjóðasamfélagið hafa brugðist og hafa Sameinuðu þjóðirnar viðurkennt að þeim hafi mistekist að hjálpa Sýrlendingum eftir skjálftana. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fundaði með Bashar Assad, forseta Sýrlands, í gær til að ræða þarfir Sýrlands í framhaldinu. Hluti íslenska hópsins enn í Tyrklandi Fjölmörk ríki hafa boðið fram aðstoð sína, styrkt björgunarstarf og sent sjálfboðaliða. Níu manna sérfræðingateymi frá Íslandi fór til Tyrklands í síðustu viku til að stýra aðgerðum alþjóðarústabjörgunarsveita og voru þau stödd í búðum Hollendinga í Antakya fyrstu dagana, að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, samhæfingarstjóra teymisins. „Við erum hér með fólk til þess að vinna, tölvur og lágmarksbúnað, en við erum ekki með búnað til að setja upp heila stjórnstöð. Þannig þegar Hollendingar voru að fara heim þá ætluðum við bara að fara líka og það var ákveðið að Bandaríkjamenn myndu taka við samhæfingastjórnun en svo fóru umræður af stað og við vorum beðin um að koma á vera hérna með Bandaríkjamönnum,“ segir Sólveig. Fjórir úr íslenska hópnum færðu sig yfir í búðir Bandaríkjamanna í Adiyaman í gær. Hinn hluti íslenska hópsins mun fljúga til Sviss í dag en þau koma heim á morgun. Þeir sem eru á heimleið eru þeir sem voru að setja upp búðirnar, verkfræðingar og læknir. Þar sem bandaríski hópurinn er með slíka var ekki þörf á þeim lengur. Íslenska teymið í búðum Bandaríkjamanna í Tyrklandi.Mynd/Landsbjörg Íslendingarnir, ásamt tveimur öðrum úr bandaríska hópnum, stýra nú samhæfingu allar alþjóðlegra rústabjörgunarsveita á skaðasvæðunum í Tyrklandi. Bandaríkin eru með rústabjörgunarsveit á staðnum ásamt fulltrúum USAID. Sólveig gerir ráð fyrir að þau verði ekki lengur en fimm daga til viðbótar. „Við vorum búin að koma á fót hópum sem eru að starfa á tíu mismunandi svæðum og nú erum við byrjuð að loka svæðum. Þannig þetta er að fara niður en þetta er samt ekki alveg búið. Bara fyrir klukkutíma síðan var beiðni um að senda sveitir á ákveðið svæði, þannig þetta er alls ekki búið en þetta er ekki eins og þetta var fyrir nokkrum dögum síðan,“ segir Sólveig.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Björgunarsveitir Tengdar fréttir Óttast að dánartalan tvöfaldist Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 12. febrúar 2023 23:50 Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. 12. febrúar 2023 10:24 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Óttast að dánartalan tvöfaldist Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 12. febrúar 2023 23:50
Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. 12. febrúar 2023 10:24
Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent