Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 10:24 Til stendur að setja upp færanlegan spítala við hlið þess sem fyrir er. Landsbjörg Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“ Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56
Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“