Spánn: Svínaskítafýla allan ársins hring Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Grísir á einu af mörg hundruð svínabúum á Spáni. Getty Images Spánn hefur á síðustu 15 árum skipað sér í fararbrodd sem stærsti svínaræktandi Evrópu. Þetta má þakka dreifbýlisátaki sem ætlað var að styrkja minnstu þorpin í landinu. Þar ríkir nú megn óánægja með átakið. Það eina sem það hafi skilið eftir sig sé svínaskítafýla alla daga ársins. Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít? Spánn Svínakjöt Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít?
Spánn Svínakjöt Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira