Erlent

Skutu niður ó­­þekktan hlut í fjöru­tíu þúsund feta hæð yfir Alaska

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
John Kirby, talsmaður Hvíta hússins, á blaðamannafundi fyrr í kvöld.
John Kirby, talsmaður Hvíta hússins, á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Alex Wong/Getty Images

Bandarísk yfirvöld skutu niður óþekktan hlut í um fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska. Hluturinn er sagður hafa verið á stærð við lítinn bíl.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hluturinn yrði skotinn niður en hann var talinn getað skapað hættu fyrir flugumferð á svæðinu.

Aðeins örfáir dagar eru síðan loftbelgur, sem talinn var vera kínverskur njósnabelgur, var skotinn niður utan strönd Suður-Karólínu. 

John Kirby, talsmaður Hvíta hússins, sagði óljóst hver bæri ábyrgð á hlutnum sem skotinn var fyrr í kvöld. Hann greindi þó frá því að um væri ekki að ræða blöðru eða belg áþekkum þeim sem skotinn var niður fyrir skömmu. Þá væri einnig óljóst hvort hluturinn væri nýttur til njósna eða til hvers hann var á flugi yfir Alaska.

Yfirvöld töldu hins vegar best að skjóta hann niður til öryggis: „Við gætum ávallt fyllsta öryggis innan lofthelgi Bandaríkjanna. Forsetanum ber að gæta þjóðaröryggis og hafa það að leiðarljósi í ákvörðunum.“

AP fréttaveitan greinir frá.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×