Íslenski boltinn

Stólarnir styrkja vörnina með markverði og varnarmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gwen Mummert er ætlað stórt hlutverk í vörn Tindastóls.
Gwen Mummert er ætlað stórt hlutverk í vörn Tindastóls. Mississippi State University

Kvennalið Tindastóls hefur styrkt sig fyrir átökin í Bestu deild kvenna í sumar með því að semja við tvo erlenda leikmenn.

Nýir leikmenn liðsins eru markvörðurinn Monica Wilhelm og varnarmaðurinn Gwen Mummert.

Báðar spiluðu þær í bandaríska háskólafótboltanum, Wilhelm með Iowa háskóla og Mummert með Mississippi State.

Wilhelm spilaði í fjögur ár með Iowa, samtals 34 leiki. Hún fékk á sig 40 mörk í þeim og varði 71 prósent skota sem á hana komu.

Mummert, sem er frá Belín í Þýskalandi, spilaði í tvö ár með Mississippi State, samtals 32 leiki en hún var með eitt mark og tvær stoðsendingar í þeim.

Tindastólsliðið er að fara spila sitt annað tímabil í efstu deild eftir að hafa komið strax upp aftur eftir að liðið féll úr deildinni haustið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×