Erlent

Tveir hand­teknir fyrir að myrða sex úr sömu fjöl­skyldu

Árni Sæberg skrifar
Noah David Beard er í haldi lögreglu. Angel Uriarte er undir læknishöndum eftir að hafa særst í skotbardaga við lögreglu.
Noah David Beard er í haldi lögreglu. Angel Uriarte er undir læknishöndum eftir að hafa særst í skotbardaga við lögreglu. Lögreglan í Tulare/AP

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morð sex einstaklinga úr sömu fjölskyldu í smábænum Goshen í Kaliforníu í janúar. Meðal þeirra myrtu voru tíu mánaða gamalt barn og sextán ára móðir þess.

Þann átjánda janúar voru sex einstaklingar myrtir í bænum Goshen í Tulare-sýslu í Kaliforníu. Lögreglan í Tulara gaf það út samdægurs að svo virtist sem morðin hafi verið aftökur í tengslum við átök glæpagengja.

Tíu mánaða gamalt barn var á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma þess auk tveggja karlmanna í fjölskyldunni.

Lögreglan taldi sig frá upphafi hafa vísbendingar um þá sem báru ábyrgð á voðaverkunum og nú hafa tveir verið handteknir í tengslum við þau. 

Í frétt AP um málið segir að á blaðamannafundi í dag hafi komið fram að mennirnir tveir hafi verið undir stöðugu eftirliti lögreglu frá 23. janúar síðastliðnum. 

Lögreglan hafi svo látið til skarar skríða snemma í dag og handtekið mennina í heimahúsi eftir skotbardaga.

Haft er eftir lögreglustjóranum Mike Boureaux að hinn 25 ára gamli Noah David Beard sé í haldi lögreglu og að hinn Angel Uriarte, 35 fimm ára, hafi særst í skotbardaganum og sé í aðgerð. Ástand hans sé stöðugt og búist sé við því að hann lifi af.

„Ég er ánægður með að við höfum náð að koma þessum tveimur mönnum á bak við lás og slá,“ er haft eftir Boudreaux.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.