Tveir handteknir fyrir að myrða sex úr sömu fjölskyldu Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 22:25 Noah David Beard er í haldi lögreglu. Angel Uriarte er undir læknishöndum eftir að hafa særst í skotbardaga við lögreglu. Lögreglan í Tulare/AP Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morð sex einstaklinga úr sömu fjölskyldu í smábænum Goshen í Kaliforníu í janúar. Meðal þeirra myrtu voru tíu mánaða gamalt barn og sextán ára móðir þess. Þann átjánda janúar voru sex einstaklingar myrtir í bænum Goshen í Tulare-sýslu í Kaliforníu. Lögreglan í Tulara gaf það út samdægurs að svo virtist sem morðin hafi verið aftökur í tengslum við átök glæpagengja. Tíu mánaða gamalt barn var á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma þess auk tveggja karlmanna í fjölskyldunni. Lögreglan taldi sig frá upphafi hafa vísbendingar um þá sem báru ábyrgð á voðaverkunum og nú hafa tveir verið handteknir í tengslum við þau. Í frétt AP um málið segir að á blaðamannafundi í dag hafi komið fram að mennirnir tveir hafi verið undir stöðugu eftirliti lögreglu frá 23. janúar síðastliðnum. Lögreglan hafi svo látið til skarar skríða snemma í dag og handtekið mennina í heimahúsi eftir skotbardaga. Haft er eftir lögreglustjóranum Mike Boureaux að hinn 25 ára gamli Noah David Beard sé í haldi lögreglu og að hinn Angel Uriarte, 35 fimm ára, hafi særst í skotbardaganum og sé í aðgerð. Ástand hans sé stöðugt og búist sé við því að hann lifi af. „Ég er ánægður með að við höfum náð að koma þessum tveimur mönnum á bak við lás og slá,“ er haft eftir Boudreaux. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18. janúar 2023 07:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Þann átjánda janúar voru sex einstaklingar myrtir í bænum Goshen í Tulare-sýslu í Kaliforníu. Lögreglan í Tulara gaf það út samdægurs að svo virtist sem morðin hafi verið aftökur í tengslum við átök glæpagengja. Tíu mánaða gamalt barn var á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma þess auk tveggja karlmanna í fjölskyldunni. Lögreglan taldi sig frá upphafi hafa vísbendingar um þá sem báru ábyrgð á voðaverkunum og nú hafa tveir verið handteknir í tengslum við þau. Í frétt AP um málið segir að á blaðamannafundi í dag hafi komið fram að mennirnir tveir hafi verið undir stöðugu eftirliti lögreglu frá 23. janúar síðastliðnum. Lögreglan hafi svo látið til skarar skríða snemma í dag og handtekið mennina í heimahúsi eftir skotbardaga. Haft er eftir lögreglustjóranum Mike Boureaux að hinn 25 ára gamli Noah David Beard sé í haldi lögreglu og að hinn Angel Uriarte, 35 fimm ára, hafi særst í skotbardaganum og sé í aðgerð. Ástand hans sé stöðugt og búist sé við því að hann lifi af. „Ég er ánægður með að við höfum náð að koma þessum tveimur mönnum á bak við lás og slá,“ er haft eftir Boudreaux.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18. janúar 2023 07:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18. janúar 2023 07:45