Erlent

Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem lýst er sem aftökum
Lögregla telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem lýst er sem aftökum Tulare County Sheriff's Office via AP

Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag.

Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma. Lögregla telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem lýst er sem aftökum. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina en þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir.

Lögreglan segir suma úr fjölskyldunni hafa verið tengda glæpagengjum en alls ekki öll. Fundarlaunum hefur verið lofað til þeirra sem veitt geta upplýsingar sem leiða til handtöku mannanna. Sex létu lífið í árásinni eins og áður sagði og þrír komust lífs af.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×