Til Vals eftir verkfallið Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 16:44 Lúkas Logi Heimisson er orðinn leikmaður Vals. @valurfotbolti Lúkas Logi Heimisson, 19 ára knattspyrnumaður úr Grafarvogi, er genginn í raðir Vals frá Fjölni eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð. Valsmenn tilkynntu um tvo nýja leikmenn í dag sem báðir eru ungir og hafa verið á mála hjá ítölsku félagi. Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag. Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því. Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Óliver Steinar mættur frá Atalanta Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands. Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá AtalantaVið bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023 Besta deild karla Valur Fjölnir Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag. Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því. Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Óliver Steinar mættur frá Atalanta Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands. Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá AtalantaVið bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023
Besta deild karla Valur Fjölnir Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira