Til Vals eftir verkfallið Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 16:44 Lúkas Logi Heimisson er orðinn leikmaður Vals. @valurfotbolti Lúkas Logi Heimisson, 19 ára knattspyrnumaður úr Grafarvogi, er genginn í raðir Vals frá Fjölni eftir að félögin komust að samkomulagi um kaupverð. Valsmenn tilkynntu um tvo nýja leikmenn í dag sem báðir eru ungir og hafa verið á mála hjá ítölsku félagi. Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag. Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því. Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Óliver Steinar mættur frá Atalanta Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands. Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá AtalantaVið bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023 Besta deild karla Valur Fjölnir Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag. Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því. Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Óliver Steinar mættur frá Atalanta Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands. Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá AtalantaVið bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023
Besta deild karla Valur Fjölnir Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira