Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2023 08:55 Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti. „Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum. Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum.
Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira