Erlent

Tveir létu lífið í snjóflóði í Japan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mennirnir höfðu verið að skíða í Hakuba Norikura-fjalli í Nagano-héraði.
Mennirnir höfðu verið að skíða í Hakuba Norikura-fjalli í Nagano-héraði. AP/Kyodo News

Tveir karlmenn létu lífið í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Mennirnir voru hluti af fimm manna hóp sem var að skíða í Hakuba Norikura-fjallinu en hinir þrír komust undan flóðinu. 

Talið er að mennirnir hafi verið saman að skíða utanbrautar í fjallinu. Þeir fundust báðir látnir í morgun. 

Mikið er um snjó í fjöllum á svæðinu og hafa yfirvöld varað við snjóflóðum. Mikið kuldakast var þar í síðustu viku sem fyllti fjöllin.

Nagano-hérað er afar vinsælt skíðasvæði á veturna, bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Vetrarólympíuleikarnir fóru þar fram árið 1998 og áttu Íslendingar þar sjö keppendur. Sveinn Brynjólfsson lenti þar í 25. sæti í svigi. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.