Erlent

Átta hundruð slösuðust í jarð­­skjálfta

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þrír létust í jarðskjálftanum.
Þrír létust í jarðskjálftanum. Getty/IRC

Átta hundruð slösuðust og þrír létust í jarðskjálfta af stærðinni 5,9 í Íran í gær. Jarðskjálftinn skall á rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi.

Fjölmiðlar ytra segja að upptök skjálftans hafi verið við borgina Khoy, í norðvesturhluta landsins. Þá hafi sjötíu þorp orðið illa úti í jarðskjálftanum og verið sé að meta skaðann.

„Skjálftinn var svo svakalegur að hann fannst í mörgum héruðum og óttuðust margir íbúa um öryggi sitt. Hann fannst einnig í nokkrum stærri borgum, þar á meðal í Tabriz,“ að því er fram kemur hjá CNN.

Eyðileggingin er mjög mikil.Getty/IRC


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×