Erlent

Trump snýr aftur á Facebook og Instagram

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Donald Trump fagnaði ákvörðuninni á sínum eigin samfélagsmiðli. 
Donald Trump fagnaði ákvörðuninni á sínum eigin samfélagsmiðli.  AP/Andrew Harnik

Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021. 

Aðgangar Trumps verða virkir á ný á næstu dögum en Meta kveðst hafa gert ráðstafanir til að „koma í veg fyrir misgjörðir“ forsetans fyrrverandi á miðlunum. Verði Trump uppvís að því að brjóta reglur miðlanna verður hærri sektum beitt og hann settur í mánaðar til tveggja ára bann, eftir því hve alvarlegt brotið er. 

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Meta segir að sú hætta sem skapaðist eftir árásina á þinghúsið hafi minnkað og því verði Trump hleypt aftur á miðlana.

Trump fagnaði ákvörðuninni á samfélagsmiðli sínum Truth Social.

„Facebook, sem tapað hefur milljörðum dollara frá því að fjarlægja ykkar uppáhalds forseta, mig, hefur ákveðið að virkja reikning minn á ný. Svona á aldrei að koma fyrir sitjandi forseta, eða einhvern sem á refsinguna ekki skilið!,“ skrifar Trump.


Tengdar fréttir

Trump vill komast aftur á Facebook

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×