Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. AP/Meg Kinnard
Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni.
CNN greinir frá því að rannsókn sé hafin innan dómsmálaráðuneytis sem snýr að því um hvaða skjöl sé að ræða og hvernig þau hafi endað á heimili Pence. Leitin var gerð í kjölfar þess að leynileg skjöl fundust í tvígang á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mike Pence hefur hingað til hafnað því að hafa nokkur leynileg skjöl undir höndum.
Samkvæmt frétt CNN átti varaforsetinn fyrrverandi frumkvæði að því að leitin var gerð og sendi lögfræðingur Pence skjölin til þjóðskjalasafnsins. Ekki er ljóst hvers efnis skjölin eru eða hversu mikil leynd ríkir yfir þeim. Lögfræðingur Pence segir hann grunlausan um að leynileg skjöl væru á heimili hans.
Bæði Donald Trump og Joe Biden, fyrrverandi og núverandi forsetar Bandaríkjanna, sæta nú rannsókn vegna leynilegra skjala sem fundist hafa á heimilum þeirra.
Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg.
Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.