Íslenski boltinn

Víkingar versluðu sér miðvörð í Mjóddinni

Sindri Sverrisson skrifar
Kári Árnason og Sveinn Gísli Þorkelsson handsala samninginn.
Kári Árnason og Sveinn Gísli Þorkelsson handsala samninginn. Víkingur

Bikarmeistarar Víkings í fótbolta hafa fengið til sín ungan varnarmann sem félagið keypti frá ÍR. Sá heitir Sveinn Gísli Þorkelsson.

Sveinn Gísli er 19 ára gamall og þótti standa sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í meistaraflokki í fyrra þegar hann spilaði 15 leiki í 2. deildinni með ÍR og skoraði í þeim þrjú mörk.

Sveinn Gísli skrifaði undir samning til fjögurra ára við Víking og í fréttatilkynningu félagsins hrósar Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, happi yfir því að hafa fengið leikmanninn:

„Sveinn Gísli er mjög spennandi leikmaður sem hefur mikinn hraða, styrk og er góð viðbót við frábæran hóp Víkings. Við bindum miklar vonir við hann í framtíðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×