Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:08 Margir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óveðursins sem þar geysaði. Vísir/Steingrímur Dúi Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu. Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu.
Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira