Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 16:28 Alec Baldwin hélt því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að um slys hafi verið að ræða. Getty/Mike Coppola Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021. Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04