Erlent

Trump vill komast aftur á Facebook

Bjarki Sigurðsson skrifar
Donald Trump hefur óskað eftir því að komast aftur á Facebook.
Donald Trump hefur óskað eftir því að komast aftur á Facebook. AP/Andrew Harnik

Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var bannaður á bæði Facebook og Twitter í kjölfar innrásarinnar. Trump notaði Twitter aðgang sinn til að hvetja fólk til þess að mæta fyrir utan þinghúsið þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fékk formlega afgreiðslu.

Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, aflétti banni Trump á sínum miðli á síðasta ári. Trump hafði þó lítinn áhuga á að snúa aftur þangað og vill frekar halda sig á miðlinum sem hann sjálfur stofnaði, Truth Social. 

Fréttamiðillinn NBC hefur fengið í hendurnar bréf sem kosningaskrifstofa Trump sendi Meta, móðurfélagi Facebook, í von um að fá aðgang hans til baka. Í bréfinu stendur meðal annars að bannið sé brenglað vegna umræðunnar í samfélaginu sem hefur smitað ímynd hans. 

Meta mun taka ákvörðun á næstu vikum en upphaflega var bannið varanlegt. Þó var það seinna gefið út að hann gæti mögulega fengið aðganginn aftur tveimur árum eftir að það var lokað á hann, í janúar 2023. Því ákvað skrifstofan að óska eftir aðganginum. 


Tengdar fréttir

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Trump fer í mál við sam­fé­lags­miðlarisa

Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu.

Trump áfram í banni á Facebook

Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×