Erlent

Lýsa yfir stríði á hendur blóð­nefs­vefurum

Atli Ísleifsson skrifar
Blóðnefsvefari er sennilega fjölskipaðasta fuglategund heims, en hún lifir í Afríku sunnan Sahara.
Blóðnefsvefari er sennilega fjölskipaðasta fuglategund heims, en hún lifir í Afríku sunnan Sahara. Getty

Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið.

Guardian segir frá því að blóðnefsvefarinn (l. Quelea quelea) hafi sökum þurrkanna herjað á kornekrur og þannig eyðilagt uppskeru fjölda bænda.

Áætlað er að fuglinn sé meðal annars búinn að eyðileggja rúmlega 120 hektara af um hektrara hrísgjónaökrum landsins. Sjá bændur fram á að glata um 60 þúsund tonnum af uppskerunni vegna innrásar fuglsins á akrana.

Staðan hefur nú fengið stjórnvöld í Kenía að bregðast við. Með aðstoð meindýraeitursins fenþíóns er vonast til að hægt verði að fækka blóðnesvefurum um sex milljónum og þannig bjarga hluta uppskerunnar.

Ýmsum aðferðum er beitt af kenískum bændum til að reyna að bjarga uppskerunni.Getty

Sérfræðingar hafa þó varað við að notkun eitursins kunni að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir ýmsa ránfugla og aðrar dýrategundir sem lifa á svæðinu.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að blóðnefsvefari sé sennilega fjölskipaðasta fuglategund heims. Tegundin lifir í Afíku sunnan Sahara.

„Náttúruleg fæða hans eru grasfræ en þegar fæðuframboð er takmarkað leitar hann á ræktarlönd bænda og gengur þá eins og engisprettufaraldur þar yfir og veldur mikilli eyðileggingu,“ segir á Vísindavefnum um blóðnefsvefarann.

Drónar hafa meðal annars verið notaðir til að fæla fugla í burtu.Getty


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×