Erlent

Al­ræmdur mafíósi hand­tekinn eftir þrjá­tíu ár á flótta

Atli Ísleifsson skrifar
Matteo Messina Denaro hefur verið á flótta síðan árið 1993.
Matteo Messina Denaro hefur verið á flótta síðan árið 1993. EPA

Lögregla á Ítalíu hefur handtekið mafíuleiðtogann Matteo Messina Denaro sem hefur verið á flótta í um þrjátíu ár. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur morð og fleiri ofbeldisverk.

Messina Denaro var handtekinn af ítölsku öryggislögreglunni þegar hann var á leið inn á einkarekna heilbrigðisstofnun í Palermo á Sikiley til að gangast undir meðferð.

Matteo Messina Denaro hefur verið á flótta síðan árið 1993 og hefur síðan verið efstur á lista ítölsku lögreglunnar yfir eftirlýsta liðsmenn mafíunnar.

Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í fjarveru sinni, fyrir tugi morða. Var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa kyrkt mann og síðan leyst líkið upp í sýru.

Hann hefur einnig verið sakaður um aðild að fjölda tilræða á vegum mafíunnar Cosa Nostra árið 1993, auk sprengjuárásar árið 1992 þar sem saksóknarinn Giovanni Falcone og aðstoðarmaður hans, Paolo Borsellino, létust.

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að handtakan væri mikill sigur fyrir ítalska ríkið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×