Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 13. janúar 2023 12:04 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að almenna reglan sé auðvitað að auglýsa í störf og að það geri hann. Sigurður Helgi sé þó öflugur stjórnandi og því ekki talin ástæða til að auglýsa starfið. vísir Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Í gær greindum við frá því að Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður skipaður án þess að starfið væri auglýst. Ákvörðun sem tryggi samfellu „Almenna reglan er auðvitað að auglýsa og við fylgjum henni. Það er hins vegar heimild til þess að skipa í stöður og þarna erum við með stjórnanda sem hefur bakgrunn og þekkingu, sérþekkingu á málefnum þessarar stofnunar tilteknu og málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Til þess að tryggja samfellu, það er öflugur stjórnandi að fara frá og til að tryggja samfellu í starfsemi stofnunarinnar þá tók ég þá ákvörðun um að skipa Sigurð Helgason í embætti sjúkratrygginga.“ Sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svo hæf að ekki var talin ástæða til að auglýsa starfið Í haust skapaðist mikil umræða um umdeilda ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að skipa Hörpu Þórsdóttir í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. Lilja sagði að Harpa væri mjög hæf. „Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar,“ sagði Lilja að loknum ríkisstjórnarfundi þann 30. ágúst 2022. Í kjölfarið ákvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að ráðist í gerð samantektar um flutning embættismanna. Fylgir þeirri reglu að auglýsa en ekki í tilviki Sigurðar Þessi heimild sem þú nýtir er undantekningaheimild. Er hún ekki orðin að almennri reglu hjá þessari ríkisstjórn? „Ég skil þetta þannig að þetta sé í undantekningartilvikum. Ég hef fylgt þeirri reglu að auglýsa en í þessu tilviki erum við með öflugan stjórnanda með öflugan bakgrunn sem talar mjög vel inn í það sem til þarf til að leiða þessa stofnun og þess vegna tók ég þá ákvörðun.“ Heilbrigðismál Félagsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42 Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður skipaður án þess að starfið væri auglýst. Ákvörðun sem tryggi samfellu „Almenna reglan er auðvitað að auglýsa og við fylgjum henni. Það er hins vegar heimild til þess að skipa í stöður og þarna erum við með stjórnanda sem hefur bakgrunn og þekkingu, sérþekkingu á málefnum þessarar stofnunar tilteknu og málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Til þess að tryggja samfellu, það er öflugur stjórnandi að fara frá og til að tryggja samfellu í starfsemi stofnunarinnar þá tók ég þá ákvörðun um að skipa Sigurð Helgason í embætti sjúkratrygginga.“ Sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svo hæf að ekki var talin ástæða til að auglýsa starfið Í haust skapaðist mikil umræða um umdeilda ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að skipa Hörpu Þórsdóttir í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. Lilja sagði að Harpa væri mjög hæf. „Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar,“ sagði Lilja að loknum ríkisstjórnarfundi þann 30. ágúst 2022. Í kjölfarið ákvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að ráðist í gerð samantektar um flutning embættismanna. Fylgir þeirri reglu að auglýsa en ekki í tilviki Sigurðar Þessi heimild sem þú nýtir er undantekningaheimild. Er hún ekki orðin að almennri reglu hjá þessari ríkisstjórn? „Ég skil þetta þannig að þetta sé í undantekningartilvikum. Ég hef fylgt þeirri reglu að auglýsa en í þessu tilviki erum við með öflugan stjórnanda með öflugan bakgrunn sem talar mjög vel inn í það sem til þarf til að leiða þessa stofnun og þess vegna tók ég þá ákvörðun.“
Heilbrigðismál Félagsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42 Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30
Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16