„Við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi segir að fyrirhuguðum framkvæmdum Garðbæinga verði harðlega mótmælt. Vísir Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“ Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“
Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira