„Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 11:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Arnar Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, fagnar nýjustu viðbót Hafnfirðinga við hópinn. Kjartan Henry Finnbogason samdi við liðið í gær. „Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla KR Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
„Við töluðum saman á föstudaginn, þar sem við áttum mjög gott samtal og fórum yfir hlutina. Eftir það talaði ég við yfirmann knattspyrnumála, Davíð Þór Viðarsson, hann fór í málið og þeir kláruðu þetta um helgina,“ segir Heimir um aðdraganda samnings FH við Kjartan Henry. Kjartan verið iðinn í Kaplakrika En Kjartan hefur hins vegar verið án liðs um hríð. Var Heimir ákveðinn í að klófesta kauða frá því að hann var látinn fara frá KR í haust? „Auðvitað þarf að huga að mörgu þegar maður fær leikmann. Ég hef alltaf verið hrifinn af Kjartani Henry, hann er góður leikmaður, góður senter sem skorar mikið af mörkum og sérstaklega hefur hann verið erfiður hérna í Kaplakrika,“ „Hann hefur skorað mikið þar og við vonum að það verði framhald á því. En hann gefur liðinu ákveðna vigt, hann er stór prófíll og öflugur leikmaður í fínu formi svo við erum spenntir,“ segir Heimir. Klippa: Hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna Vilji láta gott af sér leiða Heimir er jafnaldri Rúnars Kristinssonar og þeir félagar léku saman upp yngri flokka hjá KR á sínum tíma og eru því fínustu félagar. Aðspurður hvort vinur hans Rúnar hafi gert mistök með því að láta Kjartan fara segir Heimir: „Það er ekki mitt að svara því. Þú verður að spyrja Rúnar Kristinsson að því.“ Heimir kveðst þá ekki búast við neinum vandræðum frá Kjartani Henry, aðspurður í ljósi stormasamra síðustu vikna á tíma Kjartans í Vesturbænum. „Nei, alls ekki. Þessi meintu agabrot hafa nú öll vera dregin til baka á endanum. Það kom fram í samtalinu sem við áttum að hann vill koma og láta gott af sér leiða, hann ber mikla virðingu fyrir klúbbnum og er tilbúinn að hjálpa yngri leikmönnum líka,“ segir Heimir. „Tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna“ Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í samtali við Fótbolti.net í gær að Kjartan Henry byggi yfir svokölluðu FH attitude-i, það er að segja FH hugarfari. En hvað felst í því? „Það sem FH hefur haft, þegar FH var að vinna titla, var gríðarlega gott skipulag. Menn voru tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan og eins og ég hef sagt áður var ekkert endilega alltaf fallegasti fótboltinn sem skóp sigrana, heldur samstaða,“ segir Heimir og bætir við: „Kjartan Henry hefur svolítið þetta hugarfar, eins og Davíð kom inn á, hann er tilbúinn að gera allan andskotann til að vinna.“ Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla KR Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira