Lukaku segir alla vita hvað hann vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 18:16 Lukaku í leik með Inter Milan. Carlo Hermann/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu. Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea fyrir 97,5 milljónir punda, tæplega 17 milljarða íslenskra króna, haustið 2021. Lukaku var leikmaður Chelsea frá 2011 til 2014 og taldi sig eiga ókláruð verkefni í Lundúnum. Hann var þó ekki lengi að fá leið og Englandi og vildi komast aftur til Mílanó þar sem hann hafði blómstrað með Inter. Hann fór aftur til Inter á láni í upphafi yfirstandandi tímabils en hefur verið mikið meiddur. Lukaku sneri til baka skömmu áður en HM í Katar hófst en þar gat Belgía lítið sem ekki neitt og féll úr leik í riðlakeppninni. „Allir vita hvað ég vill,“ sagði leikmaðurinn í viðtali nýverið. Everyone knows what I want Romelu Lukaku wants to put his recent troubles behind him and secure a permanent move to Internazionale from Chelsea https://t.co/NuHewEiAJT— Guardian sport (@guardian_sport) January 2, 2023 „Sem stendur verð ég að gera allt sem ég get til að hjálpa Inter að vinna, að því loknu geta þeir talað við Chelsea. Ég er að nálgast þrítugt, sonur minn er í skóla hér og spilar með akademíu Inter. Mér líður vel, Inter hefur metnað til að stækka enn frekar,“ sagði Lukaku en bætti við að hann hygðist spila með uppeldisfélagi sínu Anderlecht áður en skórnir færu á hilluna. Það eru þó nokkur ár í það. „Ég vil vera hér áfram og gera hlutina almennilega. Ég vonast til að spila vel með Inter næstu sex mánuðina og svo geta Inter og Chelsea vonandi komist að samkomulagi.“ „Fyrir mér er Henry næsti þjálfari Belgíu, án alls vafa. Leikmennirnir virða hann, hann hefur unnið allt og kann að þjálfa. Hann vill vinna og ég held að sambandið fari ekki að ná í þjálfara sem þarf að breyta öllu og byrja frá byrjun,“ sagði Lukaku að endingu. Thierry Henry og samlandi hans Kylian Mbappé. Henry er í dag aðstoðarþjálfari Belgíu og hefur verið frá árinu 2021. Hann sinnti sama starfi frá 2016 til 2018.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira