Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 22:40 Íbúar í Saporisjía yfirgefa sundursprengd heimili sín eftir linnulausar árásir Rússa. AP Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25