Erlent

Engin ára­móta­teiti hjá Tate

Árni Sæberg skrifar
Andrew Tate dúsir í fangaklefa í Rúmeníu ásamt bróður sínum.
Andrew Tate dúsir í fangaklefa í Rúmeníu ásamt bróður sínum. Skjáskot

Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir.

Dómstóll í Búkarest féllst í dag á gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglunnar í Rúmeníu og úrskurðaði bræðurna í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Eugen Vidineac, verjandi bræðranna, staðfesti þetta í samtali við staðarmiðla fyrir utan dómshús í dag. CNN greinir frá.

„Frá okkar sjónarhóli eru engar ástæður til þess að grípa til mest íþyngjandi úrræðis laga um meðferð sakamála,“ er haft eftir honum.

Bræðurnir voru handteknir í gær þegar lögregla gerði rassíu á heimili þeirra í Rúmeníu. Tveir rúmenskir ríkisborgarar voru einnig handteknir.

Lögreglan í Rúmeníu segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám.

Þá hefur lögreglan gefið út að minnst einn sakborninganna fjögurra sé grunaður um að hafa nauðgað konu í tvö skipti í mars síðastliðnum og grunur sé um fórnarlömb þeirra séu minnst sex talsins.

Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir.

Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum.


Tengdar fréttir

Hlakkar í Thun­berg yfir hand­töku Tate

Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×