Eldflaugum rigndi yfir Úkraínu: „Tilgangslaus villimennska“ Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 22:50 Hér má sjá rústir heimilis sem jafnað var við jörðu í Kænugarði í dag. Roman Hrytsyna/AP Úkraínuher skaut niður meirihluta 69 eldflauga sem Rússlandsher skaut yfir landið í dag. Fjöldi heimila og mikilvægir innviðir skemmdust í árásunum. Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47
Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48