Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. desember 2022 11:51 Framgangi íranskra stjórnvalda hefur verið mótmælt víða um heim. Hér má sjá hvatningu til breskra stjórnvalda frá 21. desember síðastliðnum. Getty/Anadolu Agency Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Mótmæli vegna andláts hennar hafa staðið yfir síðan um miðjan september. Tveir hafa nú þegar verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælunum. Aukin harka virtist færast yfir þegar greint var frá því að mikill meirihluti íranska þingsins hefði skrifað undir opið bréf sem hvatti dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku. Fram kom að 227 af 290 þingmönnum hafi undirritað bréfið. Nú greina mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá hafi að minnsta kosti ellefu úr þessum hundrað manna hópi þegar verið dæmd til dauða. Þau sem eigi dauðadóm yfir höfði sér hafi lítinn möguleika á aðstoð og ekki greiðan aðgang að lögfræðiþjónustu. Þá séu dauðadómarnir notaðir til þess að hræða mótmælendur og fæla þá frá því að taka þátt. Greint er frá því að karlmennirnir tveir sem hafi þegar verið teknir af lífi vegna mótmælanna hafi báðir verið 23 ára gamlir. Mannréttindasamtökin segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust. Mótmælaalda í Íran Íran Tengdar fréttir Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06 Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Mótmæli vegna andláts hennar hafa staðið yfir síðan um miðjan september. Tveir hafa nú þegar verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælunum. Aukin harka virtist færast yfir þegar greint var frá því að mikill meirihluti íranska þingsins hefði skrifað undir opið bréf sem hvatti dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku. Fram kom að 227 af 290 þingmönnum hafi undirritað bréfið. Nú greina mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá hafi að minnsta kosti ellefu úr þessum hundrað manna hópi þegar verið dæmd til dauða. Þau sem eigi dauðadóm yfir höfði sér hafi lítinn möguleika á aðstoð og ekki greiðan aðgang að lögfræðiþjónustu. Þá séu dauðadómarnir notaðir til þess að hræða mótmælendur og fæla þá frá því að taka þátt. Greint er frá því að karlmennirnir tveir sem hafi þegar verið teknir af lífi vegna mótmælanna hafi báðir verið 23 ára gamlir. Mannréttindasamtökin segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust.
Mótmælaalda í Íran Íran Tengdar fréttir Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06 Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24