Erlent

Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna

Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Rússneskir hermenn eiga þess nú kost að láta frysta sæði sitt og varðveita, áður en þeir halda á vígvöllinn.
Rússneskir hermenn eiga þess nú kost að láta frysta sæði sitt og varðveita, áður en þeir halda á vígvöllinn. epa/Yuri Kochetkov

Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu.

Áætlunin verður í gildi til 2024 og kveður á um ókeypis frystingu, varðveislu og nýtingu sæðisins.

Íbúar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimaborg sína unnvörpum en árásir Rússa hafa færst í vöxt síðasta sólarhringinn. Sérfræðingar segja ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast en Rússar eru sagðir hafa skotið 33 flugskeytum á borgina á síðustu klukkustundum.

Þá hafa þeir sent fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vístöðvarnar en Kherson var til skamms tíma undir stjórn Rússa. Þeir hafa nú flúið yfir á austurbakka árinnar Dnipro og skjóta þaðan á borgina. 

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um fjölda almennra borgara sem taldir eru hafa látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar. 

Staðfest dauðsföll eru 6.884, þar á meðal eru 429 börn. 

Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×