Innlent

Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá endurfundum.
Frá endurfundum. sandra ósk

Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel.

„Hún var búin að vera í ákveðnu hræðsluástandi og okkur grunar að hún hafi verið í felum í einhvern tíma og þess vegna hafi hún ekki sést,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði og ráðgjafi við leit að týndum dýrum hjá Dýrfinnu.

Píla sleit sig lausa eftir að hafa orðið hrædd við flugeldasprengingar. 

„Hún var sem sagt í pössun og var í göngutúr þegar flugeldi sprakk beint fyrir ofan þau og hún gersamlega tryllist af hræðslu og nær að slíta sig lausa,“ segir Sandra sem var til viðtals á Reykjavík síðdegis.

Sandra segir erfitt fyrir gæludýraeigendur þegar verið sé að sprengja hvenær sem er dags.

„Núna er þetta ólöglegt. Það er í raun heimilt að sprengja frá 28. desember til 6. janúar,“ segir Sandra. Algengt sé að hundar týnist þegar verið sé að sprengja flugelda, bæði í janúar sem og síðar á árinu. Í langflestum tilvikum finnist þó dýrin.

Hún segir að fólk sé orðið betur meðvitað um að merkja þurfi dýrin vel.

„Við erum að mæla með því að dýr séu merkt með ljósi en svo er GPS-ól mikil snilld á þessum tímum þar sem óútreiknanlegur hávaði varir og hræðsla. Svo er mikilvægt að kanna hvort að dýrið sé rétt skráð,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir. Viðtalið við hana má hlusta í heild sinni hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×