Erlent

Búist við auknum sóknarþunga Rússa

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vladimír Putín forseti Rússlands.
Vladimír Putín forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov

Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum.

Yfirvöld í Kreml greina frá því að Pútín hafi eytt mestum hluta föstudags í höfuðstöðvum þess sem Rússar kalla „sérstaka hernaðaraðgerð“ og fundað með varnarmálaráðherra Sergei Shoigu og yfirhershöfðingja Valeriy Gerasimov. 

Búist er við auknum sóknarþunga Rússa á næstu vikum og hafa fréttir þess efnis borist frá æðstu ráðamönnum í Rússlandi. 

„Við munum hlusta á yfirmenn hverrar herdeildar og ég væri til í að heyra ykkar tillögur að aðgerðum sem æskilegt er að ráðast í þegar í stað og til lengri tíma.“

Úkraínumenn hafa náð töluverðu landsvæði til baka af Rússum á síðustu mánuðum, þar á meðal hið stríðshrjáða Kherson-hérað.

Viðvera Gerasimov, yfirhershöfðingja í útsendingunni slær á orðróm um uppsögn hans. Gerasimov var harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum í Rússlandi þar sem hann var talinn of ragur í herkænsku sinni.

Fundurinn var haldinn í kjölfar varúðarorða yfirmanni Úkraínuhers Valerii Zaluzhnyi um að Rússar séu líklegir til að hrinda af stað mikilli sókn í upphafi árs 2023. Fullyrti hann að Rússar væru að gera um 200 þúsund hermenn klára fyrir þær hernaðaraðgerðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×