Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2022 08:01 Höskuldur Gunnlaugsson með laufabrauðin sín en hann annar ekki eftirspurn. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. „Eitt tímabil klárast og annað tekur við. Þetta er eiginlega mitt keppnistímabil það er laufabrauðsbaksturinn,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. „Ég er að vinna eftir mynstri sem mamma hannaði. Ég er búinn að skera í kökuna og er að verka hjartarósina svokölluðu. Hún er einkar fögur. Ég sker í og fletti litlum hjörtum í kökuna. Smá nýjung í laufabrauðsgerð,“ sagði Höskuldur. Höskuldur Gunnlaugsson lyftir hér Íslandsmeistaraskjöldinum í haust.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur sker út kökurnar og svo er að steikja hverja köku. Hann stendur í þessu öllu sjálfur. Þetta er fyrirtækið mitt „Þetta er fyrirtækið mitt. Ég er einyrki eins og staðan er núna. Ég fæ gott fólk með mér. Pabbi er mín hægri hönd og vinum og vandamönnum er mútað með bjór til að koma í smá útskurð,“ sagði Höskuldur. Klippa: Laufabrauðsgerð fyrirliða Íslandsmeistaranna Hann sýndi Gaupa vörurnar sínar. „Þetta er jólaafurðirnar hjá Gamla bakstri. Þær eru þrjár. Flaggskipið eru þessar steiktu laufabrauðskökur sem er fullmótað laufabrauð með fimmtán stykkjum í einni öskju. Þetta hef ég verið með fyrir síðustu tvö jól og hefur reynst gríðarlega vel en það er ekki séns að anna eftirspurn,“ sagði Höskuldur. „Eins er ég með hérna ósteikt og óskorið. Bara deig fyrir fólk sem vill gera sjálft. Ég vill ýta undir það og hvetja fólk til að gera þetta sjálft. Svo eru hérna afskorningar eins og þekkist í heimilisiðnaðinum. Þegar kakan er hringskorin þá eru afskorningarnir nýttir til að búa til jólasnakk á aðventunni því laufabrauðið sjálft má bara snerta fyrst 24. desember,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Fótboltinn aftur í fyrirrúmi í janúar Gaupi vildi fá að vita hvernig væri að samhæfa þetta með fótboltanum. „Þetta er fínt þegar það er off-season eftir keppnistímabilið þá getur maður svolítið farið í þetta og svo kemur janúar en þá er fótboltinn aftur í fyrirrúmi,“ sagði Höskuldur. „Hér er í raun allt í steik. Það er ekki eins og í fótboltanum því þar er allt í blóma en hér er allt í steik,“ sagði Guðjón. Steikti fimmtán þúsund kökur 2020 „Eins og þú sérð þá er lokaafurðin er glæsileg þótt að þetta sé mikið puð, blóð, sviti og einstaka tár í laufabrauðsgerðinni. Þetta er bara gaman,“ sagði Höskuldur en er hann búinn að vera í þessu lengi. Vísir/Hulda Margrét „Ég prufukeyrði 2020 og steikti þá fimmtán þúsund kökur. Ég fór með þúsund öskjur í verslanir Hagkaups. Það gekk svona vel og var svona markaðstilraun að athuga hvort fólk myndi gefa eitthvað fyrir þetta,“ sagði Höskuldur. „Sú var raunin þannig að núna er maður af skyldurækni að verða við óskum þessara allra hörðustu laufabrauðsunnendum,“ sagði Höskuldur. „Eitt er ljóst að í þessu getur þú alltaf verið meistari en það er ekki þannig í fótboltanum,“ sagði Guðjón. „Ég veit það ekki því þetta er eiginlega erfiðara en að spila fótbolta. Þetta er svo mikið handverk og þetta listræna gildi sem laufabrauðið snýst um. Ekki eins og hefur birst okkur í fjöldaframleiðslunni í verslunum undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. Að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins „Ég er aðeins að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins og koma þeim á stall á markaðnum,“ sagði Höskuldur og hann þarf að vera flinkur í puttunum til að skera svona vel út. Vísir/Diego „Ég held að ég hafi verið sirka fjögurra ára þegar pabbi rétti mér fyrst vasahníf og bannaði mér að nota rúllujárnið. Það þótti of einhæft. Ég þurfti að læra það ungur að aldri að bretta upp á kökuna og sker fjölbreytt mynstur,“ sagði Höskuldur. Uppskriftin frá ömmu „Þetta er mikil fjölskylduhefð enda kemur uppskriftin frá ömmu og hún var frá Eiði á Langanesi. Þetta er því norðlenskt laufabrauð,“ sagði Höskuldur en það má horfa á viðtalið og heimsókn Gaupa hér fyrir ofan. Besta deild karla Bakarí Handverk Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
„Eitt tímabil klárast og annað tekur við. Þetta er eiginlega mitt keppnistímabil það er laufabrauðsbaksturinn,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. „Ég er að vinna eftir mynstri sem mamma hannaði. Ég er búinn að skera í kökuna og er að verka hjartarósina svokölluðu. Hún er einkar fögur. Ég sker í og fletti litlum hjörtum í kökuna. Smá nýjung í laufabrauðsgerð,“ sagði Höskuldur. Höskuldur Gunnlaugsson lyftir hér Íslandsmeistaraskjöldinum í haust.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur sker út kökurnar og svo er að steikja hverja köku. Hann stendur í þessu öllu sjálfur. Þetta er fyrirtækið mitt „Þetta er fyrirtækið mitt. Ég er einyrki eins og staðan er núna. Ég fæ gott fólk með mér. Pabbi er mín hægri hönd og vinum og vandamönnum er mútað með bjór til að koma í smá útskurð,“ sagði Höskuldur. Klippa: Laufabrauðsgerð fyrirliða Íslandsmeistaranna Hann sýndi Gaupa vörurnar sínar. „Þetta er jólaafurðirnar hjá Gamla bakstri. Þær eru þrjár. Flaggskipið eru þessar steiktu laufabrauðskökur sem er fullmótað laufabrauð með fimmtán stykkjum í einni öskju. Þetta hef ég verið með fyrir síðustu tvö jól og hefur reynst gríðarlega vel en það er ekki séns að anna eftirspurn,“ sagði Höskuldur. „Eins er ég með hérna ósteikt og óskorið. Bara deig fyrir fólk sem vill gera sjálft. Ég vill ýta undir það og hvetja fólk til að gera þetta sjálft. Svo eru hérna afskorningar eins og þekkist í heimilisiðnaðinum. Þegar kakan er hringskorin þá eru afskorningarnir nýttir til að búa til jólasnakk á aðventunni því laufabrauðið sjálft má bara snerta fyrst 24. desember,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Fótboltinn aftur í fyrirrúmi í janúar Gaupi vildi fá að vita hvernig væri að samhæfa þetta með fótboltanum. „Þetta er fínt þegar það er off-season eftir keppnistímabilið þá getur maður svolítið farið í þetta og svo kemur janúar en þá er fótboltinn aftur í fyrirrúmi,“ sagði Höskuldur. „Hér er í raun allt í steik. Það er ekki eins og í fótboltanum því þar er allt í blóma en hér er allt í steik,“ sagði Guðjón. Steikti fimmtán þúsund kökur 2020 „Eins og þú sérð þá er lokaafurðin er glæsileg þótt að þetta sé mikið puð, blóð, sviti og einstaka tár í laufabrauðsgerðinni. Þetta er bara gaman,“ sagði Höskuldur en er hann búinn að vera í þessu lengi. Vísir/Hulda Margrét „Ég prufukeyrði 2020 og steikti þá fimmtán þúsund kökur. Ég fór með þúsund öskjur í verslanir Hagkaups. Það gekk svona vel og var svona markaðstilraun að athuga hvort fólk myndi gefa eitthvað fyrir þetta,“ sagði Höskuldur. „Sú var raunin þannig að núna er maður af skyldurækni að verða við óskum þessara allra hörðustu laufabrauðsunnendum,“ sagði Höskuldur. „Eitt er ljóst að í þessu getur þú alltaf verið meistari en það er ekki þannig í fótboltanum,“ sagði Guðjón. „Ég veit það ekki því þetta er eiginlega erfiðara en að spila fótbolta. Þetta er svo mikið handverk og þetta listræna gildi sem laufabrauðið snýst um. Ekki eins og hefur birst okkur í fjöldaframleiðslunni í verslunum undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. Að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins „Ég er aðeins að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins og koma þeim á stall á markaðnum,“ sagði Höskuldur og hann þarf að vera flinkur í puttunum til að skera svona vel út. Vísir/Diego „Ég held að ég hafi verið sirka fjögurra ára þegar pabbi rétti mér fyrst vasahníf og bannaði mér að nota rúllujárnið. Það þótti of einhæft. Ég þurfti að læra það ungur að aldri að bretta upp á kökuna og sker fjölbreytt mynstur,“ sagði Höskuldur. Uppskriftin frá ömmu „Þetta er mikil fjölskylduhefð enda kemur uppskriftin frá ömmu og hún var frá Eiði á Langanesi. Þetta er því norðlenskt laufabrauð,“ sagði Höskuldur en það má horfa á viðtalið og heimsókn Gaupa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Bakarí Handverk Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó