Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2022 11:53 Mette Frederiksen verður áfram forsætisráðherra Danmerkur. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni verða hins vegar kynntir á morgun. EPA Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmála flokkanna. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn verða fyrst kynntir á morgun, en þó er ljóst að Frederiksen mun áfram gegna embætti forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið vikum saman í Danmörku eftir kosningarnar í byrjun nóvember og hefur nú verið mynduð stjórn yfir miðjuna. Hin nýja ríkisstjórn hefur það að markmiði að fjölga vinnandi fólki um 45 þúsund. Þá mun Kóngsbænadagur (d. Store Bededag) ekki lengur verða rauður dagur, frá og með árinu 2024. Þá var tilkynnt að ný stjórn ætli sér að koma á sérstöku kolefnisgjaldi á landbúnaðinn til að betur sé hægt að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið sé að Danmörk verði kolefnishlutlaust árið 2045. Løkke greindi svo sérstaklega frá því að ríkisstjórnin muni hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt, en heilbrigðismálin voru mjög áberandi í kosningabaráttunni. Auk þess verði gerðar breytingar á skattkerfinu. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram þegar Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmála flokkanna. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn verða fyrst kynntir á morgun, en þó er ljóst að Frederiksen mun áfram gegna embætti forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið vikum saman í Danmörku eftir kosningarnar í byrjun nóvember og hefur nú verið mynduð stjórn yfir miðjuna. Hin nýja ríkisstjórn hefur það að markmiði að fjölga vinnandi fólki um 45 þúsund. Þá mun Kóngsbænadagur (d. Store Bededag) ekki lengur verða rauður dagur, frá og með árinu 2024. Þá var tilkynnt að ný stjórn ætli sér að koma á sérstöku kolefnisgjaldi á landbúnaðinn til að betur sé hægt að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið sé að Danmörk verði kolefnishlutlaust árið 2045. Løkke greindi svo sérstaklega frá því að ríkisstjórnin muni hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt, en heilbrigðismálin voru mjög áberandi í kosningabaráttunni. Auk þess verði gerðar breytingar á skattkerfinu.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32