Erlent

Mette myndar ríkis­­stjórn með Ven­stre og Modera­ter­ne

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ríkisstjórnin kynnir samstarfið formlega á morgun.
Ríkisstjórnin kynnir samstarfið formlega á morgun. EPA-EFE/Martin Sylvest

Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld.

Það er ekki fyrr en á morgun sem ríkisstjórnarsamstarfið verður formlega kynnt. Frederiksen tjáði sig örstutt um málið í samtali við Danska ríkissjónvarpið þar sem hún sagði ríkisstjórnina nýju vera almennt samstíga.

„Það sem einkennir þessa ríkisstjórn er sameiginleg pólitísk sýn. Við erum ekki alltaf sammála um allt en við teljum þetta mikilvægt samstarf fyrir Danmörku í heild,“ segir Frederiksen og kveðst hafa mikla trú á samstarfinu.

Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta í kosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu.

Moderaterne var stofnaður í júlí í fyrra og var áberandi í kosningabaráttunni. Formaðurinn, Lars Løkke Rasmussen, var áður formaður Venstre og gegndi meðal annars stöðu forsætisráðherra. Løkke hefur lýst hinum nýstofnaða Moderaterne sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. 

Frederiksen hafði áður sagt að hún vildi mynda breiða ríkisstjórn, það er með flokkum sem standa utan blokka eða í hægri blokkinni, og í þessu tilfelli Moderaterne.


Tengdar fréttir

Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögur­stundu

Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×