Íslenski boltinn

Ný­liðar HK sækja liðs­styrk til Eyja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli Hrafn hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV.
Atli Hrafn hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. ÍBV

HK hefur sótt sinn fyrsta leikmann fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta. Sá heitir Atli Hrafn Andrason og kemur frá ÍBV.

ÍBV greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum að Atli Hrafn væri á leið frá félaginu. Fótbolti.net hefur nú staðfest að þessi 23 ára gamli sóknarþenkjandi leikmaður sé á leið í Kópavoginn.

„Það verður mikill missir af Atla sem heldur nú á önnur mið og kemur til með að leika með HK-ingum sem verða nýliðar í efstu deild á komandi leiktímabili,“ segir á Facebook-síðu ÍBV. Alls lék Atli Hrafn 46 leiki fyrir Eyjamenn og skoraði fjögur mörk.

Atli Hrafn mun nú spreyta sig inn í Kórnum en hann hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann er uppalinn í KR en hefur einnig leikið með Breiðabliki og Víking á ferli sínum sem og hann var á mála hjá Fulham í Englandi frá 2016 til 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.