Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 09:01 Hermaður fylgist með Tu-95-sprengjuflugvél á flugbraut á herflugvellinum í Engels í Rússlandi árið 2008. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárás á flugvöllinn í gær. Vísir/Getty Drónaárás olli tjóni á olíubirgðastöð við flugvöll í Rússlandi nærri landamærunum að Úkraínu í nótt. Hún kemur beint í kjölfar úkraínskra árása á flugvelli langt inni í Rússlandi í gær. New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira