Erlent

Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögin ná til innfæddra sem og til útlendinga í landinu.
Lögin ná til innfæddra sem og til útlendinga í landinu. AP Photo/Dita Alangkara

Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi.

Breytingin er ein af mörgum sem gagnrýnendur segja að séu að grafa undan pólitísku frelsi í landinu. Kynlífsbannið tekur þó ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár.

Á meðal annarra breytinga sem samþykktar hafa verið er að nú er bannað að móðga forseta Indónesíu og að viðra skoðanir sem eru gegn pólitískri stefnu stjórnarinnar. Smáir hópar mótmæltu breytingunum fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Jakarta en ekki kom til átaka.

Til stóð að gera svipaðar breytingar í landinu árið 2019 en ekkert varð af þeim þó sökum mikilla mótmæla. 

Mörg svæði Indónesíu, sem er stærsta múslimaríki heims, hafa nú þegar strangar reglur og viðurlög þegar kemur að kynlífi og samböndum kynjanna, til að mynda í Aceh héraði. Nýju lögin eru þó þau fyrstu í þessa veruna sem ná til allra landsmanna, og raunar til ferðamanna einnig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.