Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 20:00 Starfsfólk barnaspítala í Kherson með munaðarlausum börnum. AP/Bernat Armangue Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim. Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“