Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2022 20:00 Starfsfólk barnaspítala í Kherson með munaðarlausum börnum. AP/Bernat Armangue Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim. Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Þetta byrjaði starfsfólkið að gera mjög fljótt eftir innrásina og sögðu börnin vera of veik til að hægt væri að flytja þau á brott Í samtali við AP fréttaveituna segir yfirlæknir bráðamóttöku sjúkrahússins að starfsfólkið hafi hræðst það að Rússar myndu uppgötva breytingar þeirra. Þau hafi hins vegar ákveðið að leggja allt undir til að koma í veg fyrir að börnin yrðu flutt til Rússlands. Á umræddu sjúkrahúsi voru ellefu börn sem áttu engan að. Starfsfólkið breytti gögnunum um það svo ekki væri hægt að flytja þau af sjúkrahúsinu og á munaðarleysingjahæli eða annað. Um fimmtíu börn voru tekin frá munaðarleysingjahælinu sem sjúkrahúsið hefði sent börnin, og þau flutt til Rússlands. Minnst þúsund börn hafa verið tekin frá skólum og munaðarleysingjahælum í Kherson-héraði frá því innrásin hófst. Ekkert er vitað um hvar þau eru niðurkomin. Rússar hafa frá upphafi innrásarinnar verið sakaðir um að flytja fjölmörg börn frá Úkraínu til Rússlands og ættleiða þau þar. Þetta hefur jafnvel verið gert við börn sem eru ekki munaðarlaus. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. Hvort sem börn eru munaðarlaus eða ekki, þá er það að ala börn upp í annarri menningu mögulegt ummerki þjóðernishreinsana. Þess að verið sé að reyna að þurrka út menningu og einkenni óvinaþjóðar. Jafnvel þó foreldrar þeirra séu látnir þá eiga börn að vera áfram í eigin landi, samkvæmt sérfræðingum. AP segir einnig frá því að í þorpinu Stepanivka, skammt frá Kherson, hafi umsjónarmaður nokkurs konar meðferðarheimilis fyrir ungmenni falsað gögn 52 ungmenna sem voru munaðarlaus eða í viðkvæmri stöðu. Meðal annars sendi hann börn til starfsmanna sinna og faldi þau, svo þau enduðu ekki í höndum rússneskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi verið að flytja um tíu þúsund börn frá hernumdum svæðum Úkraínu til Rússlands, undir því yfirskini að þau þyrftu læknisaðstoð sem ekki væri aðgengileg í Úkraínu. Sjá einnig: Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að minnst þrettán þúsund börn hafi verið flutt til Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira