Erlent

Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma

Samúel Karl Ólason skrifar
Lygar Alex Jones um foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook árið 2012 hafa leitt til þess að þau hafa um árabil verið áreitt og tilvist barna þeirra dregin í efa.
Lygar Alex Jones um foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook árið 2012 hafa leitt til þess að þau hafa um árabil verið áreitt og tilvist barna þeirra dregin í efa. EPA/JIM LO SCALZO

Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur.

Lauslega reiknað samsvarar einn og hálfur milljarður dala um 214 milljörðum króna.

Jones hefur um árabil haldið því fram að árásin í Sandy Hookhafi verið sviðsett og að foreldrar barna sem dóu séu leikarar. Áhorfendur Jones og aðrir hafa áreitt þetta fólk á grundvelli lyga hans. Tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir í árásinni.

Jones sótti um gjaldþrotaskipti í Houston í Texas í dag en samkvæmt Reuters segist Jones eiga á milli einnar og tíu milljóna dala í eignir og að skuldir hans séu á bilinu einn til tíu milljarðar dala.

Free Speech Systems, félag Jones sem rekið hefur Infowars, sjónvarps- og útvarpsstöð hans, lýsti yfir gjaldþroti.

Jones var nýverið dæmdur, í tveimur mismunandi málum, til að greiða 

Jones hefur ítrekað hlegið að þessum skaðabótadómum í þætti sínum á Infowars sagt að eigur hans nái ekki í tvær milljónir dala. AP fréttaveitan hefur þó eftir óháðum sérfræðingum úr einum af réttarhöldunum gegn Jones að virði hans og Free Speech Systems sé allt að 270 milljónum dala.


Tengdar fréttir

„Það er margt sem ég elska við Hitler“

Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman.

Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar

Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook.

„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“

Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×