Lauslega reiknað samsvarar einn og hálfur milljarður dala um 214 milljörðum króna.
Jones hefur um árabil haldið því fram að árásin í Sandy Hookhafi verið sviðsett og að foreldrar barna sem dóu séu leikarar. Áhorfendur Jones og aðrir hafa áreitt þetta fólk á grundvelli lyga hans. Tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir í árásinni.
Jones sótti um gjaldþrotaskipti í Houston í Texas í dag en samkvæmt Reuters segist Jones eiga á milli einnar og tíu milljóna dala í eignir og að skuldir hans séu á bilinu einn til tíu milljarðar dala.
Free Speech Systems, félag Jones sem rekið hefur Infowars, sjónvarps- og útvarpsstöð hans, lýsti yfir gjaldþroti.
Jones var nýverið dæmdur, í tveimur mismunandi málum, til að greiða
Jones hefur ítrekað hlegið að þessum skaðabótadómum í þætti sínum á Infowars sagt að eigur hans nái ekki í tvær milljónir dala. AP fréttaveitan hefur þó eftir óháðum sérfræðingum úr einum af réttarhöldunum gegn Jones að virði hans og Free Speech Systems sé allt að 270 milljónum dala.