Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 11:53 Mike Pence er sagður hyggja á mótframboð gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Lynne Sladky Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira