Innlent

Aukinn við­búnaður í mið­bænum næstu daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi

Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan.

Lítið var um átök í miðbænum í gærkvöldi, þvert á það sem varað hafði verið við eftir að skilaboð þess efnis gengu manna á milli fyrr í vikunni. Fam kemur í dagbók lögreglu að nokkur ölvun hafi verið í miðbænum í nótt og tilkynnt hafi verið um líkamsárás í miðbænum en meintur árásarmaður handtekinn.

„Þetta er bara búið að vera afskaplega afslappað og gott eins og við vorum að vonast eftir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann okkar, sem var á ferðinni í miðbænum í gærkvöldi. Viðbúnaður var aukinn talsvert í bænum í gær.

„Ætli við séum ekki með tvöfalda vaktina miðað við það sem við erum með venjulega,“ sagði Ásgeir. 

Hvað þýðir það? 

„Það þýðir að við erum tilbúin til að takast á við erfið verkefni.“

Eins viðbúnaður verði hjá lögreglunni í kvöld en hvað segir hann um viðbúnað lögreglunnar í miðbænum næstu helgar?

„Við náttúrulega metum stöðuna bara eftir helgi, hvernig þetta lítur út og erum búin að skipuleggja þennan viðbúnað fram undir næstu helgi. Auðvitað ekki eins mikið og er í kvöld og um helgina en við gerum þetta eins lengi og við þurfum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Ölvun en lítið um átök í miðbænum

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn.

Dyra­verðir fóru mis­ró­legir inn í kvöldið

Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×